Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 17. febrúar 2019 08:30
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Lampard ánægður með Ashley Cole: Hann sýndi hvað hann getur
Ashley Cole er mættur aftur í enska boltann.
Ashley Cole er mættur aftur í enska boltann.
Mynd: Getty Images
Frank Lampard og lærisveinar hans í Derby County eru úr leik í ensku bikarkeppninni eftir 2-1 tap gegn Brighton í gær.

Brighton komst í 2-0 í fyrri hálfleik en Derby spilaði betur í seinni hálfleik og náði að minnka muninn á 81. mínútu en það gerði Ashley Cole, fyrrverandi liðsfélagi Lampard en þeir léku hjá Chelsea á sínum tíma.

„Það versta við þennan leik var frammistaðan í fyrri hálfleik, það er ekki hægt að sætta sig við svona frammistöðu og hvað þá gegn úrvalsdeildarliði. En við náðum að koma okkur inn í leikinn í seinni hálfleik."

„Við gáfum stuðningsmönnunum einhverja spennu, fyrri hálfleikurinn var lélegur, seinni hálfleikurinn var betri en því miður tókst okkur ekki að jafna. Ljósi punkturinn var seinni hálfleikurinn, við sýndum að við getum gefið úrvalsdeildarliðum alvöru leik."

Ashley Cole kom til Derby í janúar, hann kom inn á í seinni hálfleik og eins og fyrr segir skoraði eina mark Derby í leiknum.

„Ég er ánægður með hann, hann er búinn að leggja mikið á sig eftir að hann kom. Hann fékk 45 mínútur í dag, þetta voru ekki bestu aðstæðurnar til að koma inn á en hann gerði vel. Hann leit úr fyrir að vera mjög yfirvegaður og hann sýndi hvað hann getur," sagði Lampard að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner