Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 17. febrúar 2019 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leikur Bayern og Augsburg tekinn af dagskrá í Íran
Bibiana Steinhaus.
Bibiana Steinhaus.
Mynd: Getty Images
Sjónvarpsstöðin IRIB í Íran ákvað að sýna ekki leik Bayern og Augsburg í þýsku úrvalsdeildinni á föstudag þar sem dómarinn í leiknum var konan Bibiana Steinhaus.

Það eru mjög strangar reglur um klæðaburð kvenna í Íran. Lög í landinu segja að konur verði að ganga með höfuðklút, sem kallast hijab á arabísku, þegar þær eru á opinberum vettvangi

Ákveðið var að hætta við útsendinguna þar sem bannað er að sýna myndir af konum í fötum eins og til að mynda stuttbuxum.

Hin 39 ára gamla Steinhaus er einn öflugasti dómari Þýskalands. Hún dæmdi sinn fyrsta leik í þýsku úrvalsdeildinni 2017 og í fyrra var hún valin besti kvennadómarinn í Þýskalandi í sjöunda sinn.

Bayern vann leikinn gegn Augsburg 3-2.
Athugasemdir
banner
banner
banner