Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   sun 17. febrúar 2019 21:05
Arnar Helgi Magnússon
Lennon skilur ekki hvernig Dijk endaði hjá Celtic
Mynd: Getty Images
Virgil Van Dijk var keyptur til skoska félagsins Celtic árið 2013. Hann kom frá hollenska liðinu Groningen.

Kaupverðið var tæpar tvær milljónir punda.

Neil Lennon, þáverandi þjálfari Celtic, sá það fljótt að Dijk myndi ekki staldra lengi við og furðaði sig á því að ekkert annað lið hafi viljað Dijk.

Southampton keypti Dijk síðan árið 2015 og rúmt ár er svo síðan Liverpool borgaði 75 milljónir punda fyrir leikmanninn.

„Eftir fyrstu æfinguna hans þá tók ég hann til hliðar og sagði við hann að hann myndi ekki vera lengi hérna og hann ætti að njóta hverrar einustu mínútu hér," segir Neil Lennon.

„Hann var bara alltof góður fyrir þetta lið. Ég skil ekki enn þann dag í dag að við höfum fengið hann og hvað þá fyrir tæpar tvær milljónir punda. Hann hefur allt."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner