Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 17. febrúar 2019 10:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mikilvægi Arons er mikið - Eiga eftir að vinna án hans
Aron Einar í leik gegn Arsenal.
Aron Einar í leik gegn Arsenal.
Mynd: Getty Images
Aron Einar Gunnarsson er mikill lykilmaður hjá Cardiff sem er að berjast fyrir sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni.

Cardiff er búið að leika 26 leiki í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og er liðið með 25 stig að þeim loknum. Cardiff er í 17. sæti, einu stigi frá fallsæti.

Þegar rýnt er í tölfræðina sést að Cardiff hefur ekki enn unnið leik án Arons í úrvalsdeildinni á þessu tímabili.

Aron hefur byrjað 16 leiki og hafa allir sjö sigurleikir liðsins hingað til komið í byrjunarliðsleikjum Íslendingsins. Aron hefur ekki verið í byrjunarliði Cardiff í 10 leikjum og hafa þrír af þeim leikjum endað með jafntefli og sjö þeirra tapast.

Mikilvægi íslenska landsliðsfyrirliðans er mikið og hann kemur til með að skipta miklu í því hvort Cardiff haldi sér í deild þeirra bestu eða ekki.

Hér að neðan má sjá tölfræði WhoScored.com.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner