Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 17. febrúar 2019 15:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ögmundur lék í jafntefli - Elmar og Kjartan í tapliðum
Ögmundur Kristinsson.
Ögmundur Kristinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það voru íslenskir leikmenn að spila í Danmörku, Grikklandi og Tyrklandi á þessum sunnudegi.

Kjartan Henry Finnbogason er mættur til Velje og hann var í byrjunarliðinu gegn OB í dag. Kjartan var á skotskónum í sínum fyrsta deildarleik með Velje um síðustu helgi, en í dag tókst honum ekki að skora.

Kjartan spilaði tæpan klukkutíma er Velja tapaði 1-0 fyrir OB. Velje er í 12. sæti með jafnmörg stig og annað Íslendingalið, Vendsyssel.

Sjá einnig:
Danmörk: Jón Dagur fékk rautt spjald

Ögmundur Kristinsson stóð í marki Larissa gegn Xhanthi í grísku úrvalsdeildinni. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli þar sem bæði mörkin komu í fyrri hálfleik.

Ögmundur og félagar eru í níunda sæti af 16 liðum í grísku úrvalsdeildinni.

Þá spilaði Theódór Elmar Bjarnason allan leikinn fyrir Gazisehir Gaziantep í 1-0 tapi gegn Altintordu í tyrknesku B-deildinni.

Þetta var súrt tap fyrir Gaziantep sem er í sjöunda sæti tveimur stigum frá umspilssæti sem veitir þáttökurétt í umspili um sæti í tyrknesku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner