Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 17. febrúar 2019 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Sky Sports 
Ramos Evrópumethafi í rauðum spjöldum
Mynd: Getty Images
Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid, fékk rautt spjald í tapi gegn Girona í spænsku úrvalsdeildinni í dag.

Real tapaði leiknum 2-1 og undir lok leiksins fékk Ramos að líta sitt annað gula spjald.

Rauða spjaldið í dag var hans 25. í keppnisleikjum á ferlinum. Hann var nú þegar búinn að setja metið fyrir flest rauð spjöld í spænsku úrvalsdeildinni, en núna er hann kominn með metið yfir flest rauð spjöld í fimm sterkustu deildum Evrópu.

Cyril Rool, fyrrum miðjumaður Bordeaux, Nice og Marselle fékk 19 rauð spjöld í frönsku úrvalsdeildinni á sínum tíma, en Ramos er núna kominn með 20 rauð spjöld í spænsku úrvalsdeildinni.

Ramos er búinn að fá þrjú rauð spjöld í Meistardeildinni og tvö rauð spjöld í spænska bikarnum. Hann hefur hins vegar aldrei fengið rautt spjald í 161 landsleik fyrir Spán. Það er athyglisvert.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner