Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 17. febrúar 2019 15:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sara og Sandra töpuðu í Þýskalandi - Rakel hetjan
Sara og Sandra María Jessen.
Sara og Sandra María Jessen.
Mynd: Mirko Kappes
Rakel Hönnudóttir.
Rakel Hönnudóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur hennar í Wolfsburg töpuðu óvænt í þýsku úrvalsdeildinni í dag.

Wolfsburg hafði ekki tapað deildarleik á tímabilinu fyrir leikinn í dag, en fyrsta tapið kom gegn Bayern München á útivelli. Lokatölur urðu 4-2 fyrir Bayern.

Sara spilaði allan leikinn fyrir Wolfsburg sem er áfram á toppnum á markatölu. Bæði Wolfsburg og Bayern eru með 35 stig.

Sandra María Jessen var einnig í eldlínunni í þýsku úrvalsdeildinni. Hún spilaði sinn fyrsta leik fyrir Bayer Leverkusen eftir félagaskipti sín þangað frá Þór/KA. Sandra fékk enga draumabyrjun þar sem Leverkusen tapaði 6-0 gegn Freiburg.

Leverkusen er í 11. sæti af 12 liðum með 10 stig að 14 leikjum loknum.

Rakel hetja Reading
Í Englandi var íslenska landsliðskona í sigurliði þar sem Rakel Hönnudóttir tryggði Reading sigur á Birmingham í ensku bikarkeppninni.

Rakel skoraði sigurmark Reading á 82. mínútu. Leikurinn endaði 2-1 fyrir Reading. Rakel hafði komið inn á sem varamaður stuttu fyrir sigurmarkið.

Þökk sé Rakel er Reading komið í 8-liða úrslit ensku bikarkeppninnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner