Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 17. febrúar 2019 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sir Alex snýr aftur - Búist við að Solskjær spili
Sir Alex Ferguson.
Sir Alex Ferguson.
Mynd: Getty Images
Sir Alex Ferguson mun snúa aftur á hliðarlínuna á Old Trafford þann 26. maí næstkomandi.

Hann mun þá stýra goðsögnum Manchester United gegn goðsögnum Bayern München.

Ástæðan fyrir leiknum er sú að það eru liðin 20 ár frá hinu fræga þrennutímabili Manchester United. Árið 1999 vann United 2-1 sigur á Bayern í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Nývangi í Katalóníu. Man Utd skoraði tvisvar í uppbótartíma og fullkomnaði þar með þrennu; sigur í deild, sigur í bikar og sigur í Meistaradeild.

„Ég hlakka til. Þetta verður sérstakur dagur á Old Trafford," sagði Ferguson, sem var stjóri United frá 1986 til 2013.

Sir Alex fékk heilablóðfall í maí á síðasta ári, en náði mögnuðum bata.

Ole Gunnar Solskjær, núverandi stjóri United, skoraði sigurmarkið 1999. Búist er við því að hann spili leikinn í maí.

Hér að neðan má sjá það helsta úr leiknum 1999.


Athugasemdir
banner
banner
banner