Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 17. febrúar 2019 19:48
Arnar Helgi Magnússon
Slæmur gærdagur fyrir Boateng - Brotist inn og léleg frammistaða
Mynd: Getty Images
Kevin-Prince Boateng vill sennilega gleyma gærdeginum sem allra fyrst en það féll lítið með leikmanninum í gær.

Boateng lék sinn fyrsta heimaleik fyrir Barcelona í gær þegar liðið sigraði Real Valladolid, 1-0.

Leikmaðurinn fékk hræðilega dóma eftir leikinn og var af flestum valinn lélegasti leikmaður vallarins.

Boateng klúðraði nokkrum góðum færum, átti erfitt uppdráttar þegar hann var með boltann og skilaði litlum sem engum varnarleik í leiknum.

Á meðan leiknum stóð var brotist inn á heimili Boateng og margir dýrir hlutir teknir. Þjófarnir höfðu á brott með sér aðallega skartgripi og peninga en talið er að verðmæti þýfisins sé í kringum 280 þúsund pund eða tæpar 40 milljónir íslenskra króna.

Lögreglan í Barcelona hefur hafið rannsókn á málinu.
Athugasemdir
banner
banner