Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   sun 17. febrúar 2019 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Söguleg byrjun Piatek með AC Milan
Mynd: Getty Images
Pólverjinn Krzysztof Piatek hefur heldur betur farið vel af stað með AC Milan. Milan vann 3-1 sigur á Atalanta í gær þar sem Piatek gerði tvennu.

Piatek hafði raðað inn mörkunum með Genoa á fyrri hluta þessa tímabils áður en hann var keyptur til Milan í janúar. Hann var keyptur til þess að fylla skarð Gonzalo Higuain sem fór til Chelsea.

Piatek virðist ætla að fylla skarð Higuain og gott betur en það.

Hann er kominn með sex mörk í fimm leikjum. Hann er búinn að skora þessi sex mörk á 310 mínútum, en það er nýtt met hjá Mílanó-félaginu. Hann bætir met Svíans Gunnar Nordahl sem skoraði sex mörk á 419 mínútum á sínum tíma.

Piatek er 23 ára en hann var frekar óþekktur áður en hann kom í ítalska boltann fyrir tímabilið. Hann spilaði í fyrra með Cracovia í heimalandinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner