Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 17. febrúar 2019 17:30
Arnar Helgi Magnússon
Solskjær: Frábært tækifæri til að svara fyrir tapið gegn PSG
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær tapaði sínum fyrsta leik sem stjóri Manchester United gegn PSG í síðustu viku.

Manchester United og Chelsea mætast í 16-liða úrslitum enska bikarsins á morgun.

„Að sjálfsögðu eru leikmennir ósáttir og niðurdregnir varðandi úrslitin í síðustu viku. Við þurfum að hætta að hugsa um það núna, það eru mikilvægir leikir framundan gegn góðum liðum," segir Solskjær

„Það kom slæmur kafli í leiknum gegn PSG þegar við fengum mörkin á okkur. Við fórum aðeins úr skipulaginu en heilt yfir myndi ég segja að varnarleikurinn hafi verið góður í þeim leik."

Solskjær segir að það sé frábær tækifæri fyrir liðið að svara fyrir úrslitin gegn PSG á morgun þegar liðið mætir Chelsea.

„Þetta er frábært tækifæri til að koma til baka og sýna stuðningsmönnum okkar hvað í okkur býr. Það er alvöru verkefni að mæta Chelsea á útivelli svo að við verðum að vera vel undirbúnir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner