Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 17. febrúar 2019 12:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Girona með magnaðan sigur á Real Madrid
Leikmenn Girona fagna marki á Santiago Bernabeu í dag.
Leikmenn Girona fagna marki á Santiago Bernabeu í dag.
Mynd: Getty Images
Varamaðurinn Gareth Bale niðurlútur á meðan leikmenn Girona fagna.
Varamaðurinn Gareth Bale niðurlútur á meðan leikmenn Girona fagna.
Mynd: Getty Images
Real Madrid 1 - 2 Girona
1-0 Casemiro ('25 )
1-1 Christian Stuani ('65 , víti)
1-2 Cristian Portu ('75 )
Rautt spjald:Sergio Ramos, Real Madrid ('90)

Girona gerði sér lítið fyrir og lagði stórlið Real Madrid að velli í fyrsta leik dagsins í spænsku úrvalsdeildinni.

Brasilíski miðjumaðurinn Casemiro sá til þess að Evrópumeistarar Real Madrid væru 1-0 yfir í hálfleik, en á 10 mínútna kafla í síðari hálfleik breyttist leikurinn. Christian Stuani jafnaði úr vítaspyrnu og 10 mínútum síðar kom Cristian Portu liði Girona yfir.


Sergio Ramos fékk að líta sitt annað gula spjald á lokamínútunum, en það hafði lítil áhrif.

Lokatölur 2-1 fyrir Girona á Santiago Bernabeu og stuðningsmenn Barcelona fara glaðir inn í vikuna. Barcelona er með sjö stiga forskot á toppnum. Real Madrid er í þriðja sæti. Girona kemur sér aðeins frá fallpakkanum með þessum sigri. Girona fer upp í 15. sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner