Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 17. febrúar 2020 22:18
Aksentije Milisic
Bruno: Spila fyrir stærsta félag Englands
Bruno og félagar fagna í kvöld.
Bruno og félagar fagna í kvöld.
Mynd: Getty Images
Bruno Fernandes, miðjumaður Manchester United, var ánægður eftir öflugan sigur gegn Chelsea í kvöld. Anthony Martial kom gestunum yfir í fyrri hálfleik og það var svo Harry Maguire sem tvöfaldaði forystuna eftir hornspyrnu frá Fernandes.

United er nú einungis þremur stigum á eftir Chelsea sem er í fjórða sætinu og sagði Bruno eftir leik að það sé draumur að spila með United.

„Mér líður frábærlega. Ég er mjög sáttur eftir þennan erfiða leik," sagði Bruno.

„Við þurftum að vinna og við getum gert mun betur með boltann. Chelsea eru mjög góðir á boltanum. En mér líður vel. Ég er að spila fyrir stærsta félag Englands og það er draumur sem varð að veruleika."

Með sigrinum fer United í sjöunda sæti deildarinnar, þremur stigum frá Chelsea sem er í því fjórða. Því er ljóst að baráttan um Meistaradeildarsæti verður gífurlega hörð allt til enda.
Athugasemdir
banner
banner