Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 17. febrúar 2021 10:00
Magnús Már Einarsson
Slavia Prag biðst afsökunar - Sögðu Schmeichel of þungan
Kasper Schmeichel
Kasper Schmeichel
Mynd: Getty Images
Jaroslav Tvrdik, forseti Slavia Prag í Tékklandi, hefur beðist afsökunar á ummælum sem féllu á YouTube síðu félagsins í vikunni.

Jiri Hozek, fréttamaður á vegum Slavia Prag, var þar að hita upp fyrir leik liðsins gegn Leicester í 32-liða úrslitum Meistaradeildarinnar en fyrri viðureign liðanna er annað kvöld.

Í myndbandinu sagði Hozek að Kasper Schmeichel, markvörður og fyrirliði Leicester, eigi erfitt með að lifa heilsusamlegu lífi.

„Harður þjálfari sem vill alvöru íþróttamenn myndi krefjast þess að Daninn myndi losa sig við fimm eða tiu kíló," sagði Hozek.

Tvrdik, forseti Slavi Prag, baðst í gær afsökunar. „Við biðjumst afsökunar á að skoðanir sem voru lagðar fram geti hafa verið móðgandi. Það var ekki ætlun okkar. Okkur hlakkar til að spila leikina."
Athugasemdir
banner
banner