Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 17. mars 2015 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Varnarmaður PSG á leið í leikbann vegna myndbands
Hinn 22 ára gamli Serge Aurier með landsliði Fílabeinsstrandarinnar á HM í Brasilíu.
Hinn 22 ára gamli Serge Aurier með landsliði Fílabeinsstrandarinnar á HM í Brasilíu.
Mynd: Getty Images
Serge Aurier, hægri bakvörður hjá PSG, missti af leik liðsins gegn Chelsea vegna meiðsla.

Aurier lét það ekki á sig fá og horfði bara á leikinn úr stofunni heima hjá sér.

Það var mikil dramatík í leiknum þar sem Zlatan Ibrahimovic var rekinn af velli áður en David Luiz, varnarmanni PSG, tókst að knýja framlengingu með jöfnunarmarki rétt fyrir leikslok.

Aurier leist ekki vel á dómgæsluna í boði Björn Kuipers og var bakvörðurinn ekki einn um það enda logaði Twitter vegna óánægju stuðningsmanna beggja liða.

Hér fyrir neðan má sjá þegar Aurier er í miklum ham og tekur myndband af sér, sem hann endar á því að hrauna yfir Kuipers með því að kalla hann ,skítugan tíkarson'.

,,Í kjölfarið af rannsókn sem var gerð af aganefnd UEFA hefur verið ákveðið að höfða mál gegn Serge Aurier vegna ummæla sem hann birti á samskiptamiðlum eftir leik Chelsea og PSG," stendur meðal annars í yfirlýsingu evrópska knattspyrnusambandsins.

,,Aurier hefur verið ákærður vegna móðgana í garð dómarans og mun málið fara fyrir nefnd þann 19. mars."


Athugasemdir
banner
banner
banner