Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   sun 17. mars 2019 19:41
Arnar Helgi Magnússon
Ási Arnars léttur: Albert kominn til ára sinna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ingibergur Kort skoraði mark Fjölnis í dag.
Ingibergur Kort skoraði mark Fjölnis í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásmundur Arnarson, þjálfari Fjölnis, var þokkalega sáttur við spilamennsku sinna manna þegar liðið mætti KA í dag.

Leiknum lauk með 1-1 jafntefli og er þar með riðli 3 í Lengjubikarnum lokið.

„Ég er alveg þokkalega sáttur við frammistöðu minna manna í leiknum í dag," sagði Ási eftir leikinn í dag.

Leikurinn var hraður, menn tókust á og segir Ási að dómarinn hafi ekki haft stjórn á leiknum.

„Ef við einbeitum okkur að okkar frammistöðu að þá var hún þokkaleg. Mér fannst við eiga að vinna þennan leik, við fengum þrjú dauðafæri í seinni hálfleik og frammistaðan heilt yfir þannig að ég hefði viljað fá sigur,"

Fjölnir er á leiðinni í æfingaferð erlendis en hvernig ætlar Ási að nýta vikurnar fram að móti?

„Við erum að þétta raðirnar og slípa liðið til. Veturinn er búinn að vera ágætur en við þurfum að stíga upp. Við þurfum að vinna í nokkrum atriðum til að geta komið með gott lið inn í mótið. Við höfum ekki langan tíma í það svo að við þurfum að nýta vikurnar mjög vel."

Ási segir að Fjölnir ætli að gera atlögu að því að komast í Pepsi-deildina í sumar.

„Auðvitað vilja menn komast sem fyrst aftur í úrvalsdeildina og við reynum að gera atlögu að því eins og sjálfsagt flest öll liðin í deildinni."

Albert Brynjar Ingason var ekki í leikmannahópi Fjölnis í dag.

„Við erum að spara Albert. Hann er kominn til ára sinna og við ætlum að hafa hann góðan í sumar," sagði Ási að lokum léttur.
Athugasemdir
banner
banner