Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 17. mars 2019 15:41
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Everton og Chelsea: Gylfi byrjar í holunni
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson er á sínum stað í byrjunarliði Everton sem tekur á móti Chelsea í síðasta leik enska boltans fyrir landsleikjahlé.

Hann er í holunni fyrir aftan fremsta mann og byrja Bernard, Dominic Calvert-Lewin og Richarlison einnig í sóknarlínunni. Yerry Mina byrjar í miðverði í fjarveru Kurt Zouma.

Það er ekkert sem kemur á óvart í byrjunarliði Chelsea þar sem Ross Barkley er valinn á miðjuna framyfir Mateo Kovacic.

Eden Hazard og Pedro eru á köntunum með Gonzalo Higuain fremstan. Callum Hudson-Odoi fær sæti á bekknum á samt Willian og Olivier Giroud.

Gylfi og félagar sigla lygnan sjó um miðja úrvalsdeild á meðan Chelsea þarf sigur í Meistaradeildarbaráttunni.

Everton: Pickford, Coleman, Keane, Mina, Digne, Gueye, Gomes, Richarlison, Sigurdsson, Bernard, Calvert-Lewin.
Varamenn: Stekelenburg, Baines, Davies, Schneiderlin, Tosun, Lookman, Walcott.

Chelsea: Arrizabalaga, Azpilicueta, Rudiger, Luiz, Alonso, Jorginho, Kante, Barkley, Pedro, Higuain, Hazard.
Varamenn: Caballero, Christensen, Kovacic, Loftus-Cheek, Hudson-Odoi, Willian, Giroud.
Athugasemdir
banner
banner
banner