Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 17. mars 2019 14:40
Ívan Guðjón Baldursson
Griezmann sagður vilja fara til Barcelona
Mynd: Getty Images
Spænskir og franskir fjölmiðlar greina frá því að Antoine Griezmann vill ganga til liðs við Barcelona næsta sumar. Þetta eru fregnir sem berast skömmu eftir 3-0 tap Atletico Madrid á Juventus Stadium í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Griezmann hefur verið orðaður við Barcelona í nokkur ár en hann framlengdi samning sinn við Atletico síðasta sumar og gildir hann til 2023. Í samningnum er afar sérstakt kaupákvæði sem fer eftir árangri Atletico. Ákvæðið hljóðar upp á 200 milljónir evra en það lækkaði niður í 120 milljónir eftir tapið. Það gildir út tímabilið, eftir tímabilið hækkar ákvæðið aftur.

L'Equipe greinir frá því að Griezmann telur sjálfan sig hafa gert mistök með að framlengja við Atletico, sem er í öðru sæti spænsku deildarinnar eftir 2-0 tap gegn Athletic Bilbao í gærkvöldi.

Griezmann, sem verður 28 ára í vikunni, er að ljúka sínu fimmta tímabili með Atletico og hefur hann unnið Evrópudeildina, evrópska Ofurbikarinn og spænska Ofurbikarinn með félaginu. Hann er búinn að skora 18 og leggja 8 upp í 39 leikjum á tímabilinu.

Ljóst er að leikmenn Barcelona vilja fá Griezmann til liðs við sig þar sem bæði Luis Suarez, Gerard Pique og Messi hafa allir talað vel um hann. Hjá Atletico þénar hann 21 milljón evra á ári en hjá Barca myndi hann þéna 16 milljónir. Í staðinn fengi hann væna fúlgu fjárs við undirritun samningsins sem myndi gera hann að næstlaunahæsta leikmanni Barca, eftir Lionel Messi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner