Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 17. mars 2019 18:49
Arnar Helgi Magnússon
Lengjubikarinn: KA og Fjölnir skildu jöfn á Akureyri
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
KA 1 - 1 Fjölnir
0-1 Ingibergur Kort Sigurðsson ('11)
1-1 Elfar Árni Aðalsteinsson, víti ('28 )

KA og Fjölnir skildu jöfn í síðasta leik riðils 3 í Lengjubikarnum í dag. Fyrir leikinn var það ljóst að KA væri komið í undanúrslitin.

Fjölnir komst yfir á 11. mínútu leiksins þegar Ingibergur Kort Sigurðsson skoraði eftir undirbúning frá Valgeiri Friðrikssyni.

Elfar Árni Aðalsteinsson jafnaði metin fyrir KA eftir tæplega hálftíma leik með marki úr vítaspyrnu. Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og 1-1 jafntefli því niðurstaðan.

Fjölnir endar í 3. sæti riðilsins með átta stig eftir fimm leiki, tveimur stigum minna en Valur.

KA mætir ÍA í undanúrslitunum á fimmtudag í Akraneshöllinni og þá kemur í ljós hvaða lið fer í úrslitaleikinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner