Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 17. mars 2019 22:32
Arnar Helgi Magnússon
Lengjubikarinn: Snæfell skoraði átta í fyrri hálfleik
Leikmenn Snæfells
Leikmenn Snæfells
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Eimskipsvöllurinn
Eimskipsvöllurinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveir leikir fór fram í C-deild Lengjubikarsins í dag. Fyrri leikur dagsins fór fram í Akraneshöllinni þegar Snæfell og Kóngarnir áttust við.

Sá leikur var nánast búinn áður en hann byrjaði. Snæfell voru komnir í 4-0 þegar tæpar tuttugu mínútu voru liðnar af leiknum. Þeir bættu síðan við öðrum fjórum áður en að flautað var til hálfleiks. 8-0 hálfleikstölur.

Snæfell slakaði aðeins á síðari hálfleik liðið skoraði ekki nema tvö mörk í þeim hálfleik. Leiknum lauk með 10-0 sigri Snæfells.

Snæfell er með fullt hús stiga eftir tvo leiki á meðan Kóngarnir eru ekki enn komnir með stig.

SR og GG mættust í síðari leiknum á Eimskipsvellinum í Laugardal. GG hafði betur í leiknum, 1-3. Þetta var fyrsti leikur SR í Lengjubikarnum. GG er með þrjú stig eftir tvo leiki.

Snæfell 10 - 0 Kóngarnir
1-0 Uros Mladenovic ('11)
2-0 Marius Ganauskas ('14)
3-0 Carles Martines Libertato ('17)
4-0 Milos Janicijevic ('20)
5-0 Marius Ganauskas ('28)
6-0 Julius Aleksandravicius ('32)
7-0 Carles Martines Libertato ('40)
8-0 Milos Janicijevic ('45)
9-0 Oliver Darri Þrastarson ('67)
10-0 Marius Ganauskas ('81)

SR 1 - 3 GG
Markaskorara vantar
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner