Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 17. mars 2019 17:50
Arnar Helgi Magnússon
Lengjubikarinn: Thomsen skoraði fernu á rúmu korteri
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Þróttur R. 0 - 5 KR
0-1 Tobias Bendix Thomsen ('25 )
0-2 Tobias Bendix Thomsen ('33 )
0-3 Tobias Bendix Thomsen ('36 )
0-4 Tobias Bendix Thomsen ('41 )
0-5 Kennie Knak Chopart ('82 )

Daninn Tobias Thomsen átti stórleik í dag þegar KR og Þróttur R. áttust við í Lengjubikarnum. Leikið var á Eimskipsvellinum í Laugardalnum.

Thomsen skoraði fjögur mörk í fyrri hálfleik, ekki nóg með það en þá komu þau öll á tæpu korteri.

Kennie Knak Chopart skoraði fimmta mark KR þegar tæpar tíu mínútur voru eftir af leiknum og lokatölur því 0-5, KR í vil.

Með sigrinum tryggði KR sér efsta sætið í riðli 2 í Lengjubikarnum og er því komið í undanúrslit. Liðið mætir FH í undanúrslitunum.

KR tapaði ekki leik í riðlakeppninni en liðið vann fjóra leiki og gerði eitt jafntefli. Fylkir endar í öðru sætinu, með tveimur stigum minna en KR.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner