Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 17. mars 2019 11:30
Ívan Guðjón Baldursson
Mbappe fékk 20 milljón króna sekt fyrir að mæta seint
Mynd: Getty Images
Kylian Mbappe hefur verið sektaður um 153 þúsund pund, eða 20 milljónir króna, fyrir að mæta seint á liðsfund fyrir heimaleik gegn Marseille 28. október.

Adrien Rabiot mætti einnig seint á fundinn og fékk sömu sekt samkvæmt AS.

Mbappe var látinn skrifa undir skjal til að viðurkenna mistök sín. Peningarnir munu renna til góðgerðasamtakanna PSG Foundation.

Real Madrid fylgist grannt með gangi málsins enda hefur félagið mikinn áhuga á að fá Mbappe til liðs við sig.

„Zidane er franskur, kannski getur hann gert eitthvað til að fá hann yfir," grínaðist Florentino Perez forseti Real þegar hann var spurður út í Mbappe.

„Ég myndi vilja fá þá báða," sagði hann svo þegar spurt var hvort hann vildi frekar sjá Neymar eða Mbappe í treyju Real Madrid.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner