Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 17. mars 2019 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Monchi á leið til Sevilla en ekki Arsenal
Mynd: Getty Images
Monchi hætti sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Roma í síðustu viku og var orðaður við starfið hjá Arsenal í kjölfarið.

Arsenal virðist þó vera að missa af hinum gífurlega eftirsótta Monchi sem ætlar að halda aftur á heimaslóðir, til Sevilla. Þar ólst hann upp og var varamarkvörður Sevilla allan ferilinn, þar til hann lagði hanskana á hilluna aðeins 30 ára gamall.

Eftir það tók hann við sem yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu og breytti því úr fallbaráttufélagi yfir í félag sem gat keppt um titla. Hann gerði Sevilla að því sem það er í dag og starfaði þar í 17 ár áður en hann tók við hjá Roma.

„Hjartað gleymir aldrei staðnum þar sem það átti bestu slættina," stendur í færslu frá Monchi á Twitter, sem ýjar sterklega að endurkomu hans til Sevilla.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner