Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 17. mars 2019 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Nainggolan yfirgaf Roma útaf Monchi
Nainggolan verður 31 árs í maí. Hann hefur spilað 303 leiki í Serie A.
Nainggolan verður 31 árs í maí. Hann hefur spilað 303 leiki í Serie A.
Mynd: Getty Images
Stuðningsmenn Roma voru ekki ánægðir þegar Radja Nainggolan yfirgaf félagið síðasta sumar til að ganga í raðir Inter.

Nainggolan var mikilvægur hlekkur í liði Roma og er einnig fastamaður í byrjunarliðinu hjá Inter. Hann útskýrði í gær hvers vegna hann yfirgaf Roma.

„Ég reifst við Monchi því hann hagaði sér ekki fagmannlega í minn garð, þess vegna yfirgaf ég félagið. Í fyrrasumar sendi hann menn til Tyrklands til að reyna að ganga frá sölu á mér - án þess að láta mig vita," sagði Nainggolan í viðtali við HLN í Belgíu.

„Það var þá sem ég áttaði mig á því að tími minn hjá Roma væri liðinn. Ég er heiðarleg týpa og á erfitt með að gleyma ákveðnum hlutum, ég hefði ekki getað verið áfram hjá Roma eftir þetta."

Nainggolan var oft gagnrýndur fyrir að reykja sígarettur en segist vera hættur þeim ósið. Þá segist hann aldrei ætla að spila fyrir belgíska landsliðið aftur eftir að hann var ekki valinn í hópinn fyrir HM í fyrra.

„Ég finn að ég er að eldast. Ég gat spilað 50 leiki á tímabili án vandræða en núna er þetta öðruvísi. Ég er búinn að létta mig og er hættur að reykja.

„Í sambandi við landsliðið þá er þeim kafla lokið, ég mun ekki spila aftur fyrir Belgíu."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner