Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 17. mars 2019 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Rodgers rólegur yfir framtíð Chilwell hjá Leicester
Chilwell á 82 keppnisleiki að baki fyrir Leicester.
Chilwell á 82 keppnisleiki að baki fyrir Leicester.
Mynd: Getty Images
Brendan Rodgers er rólegur yfir framtíð vinstri bakvarðarins Ben Chilwell sem hefur verið orðaður sterklega við Englandsmeistara Manchester City.

Rodgers er nýlega tekinn við Leicester og segir að félagið vilji alls ekki missa Chilwell sem er aðeins 22 ára gamall. Stjórinn hefur miklar mætur á varnarmanninum og reyndi að fá hann yfir til Liverpool á sínum tíma.

„Ég er nýkominn hingað og finnst hann gríðarlega hæfileikaríkur. Ég reyndi að fá hann til Liverpool þegar ég var þar og veit allt um hversu góður hann er," sagði Rodgers.

„Hann er mjög góður strákur og á enn margt ólært í fótboltanum. Hann nýtur sín hérna og við viljum alls ekki missa hann. Ég er frekar rólegur yfir framtíð hans hjá félaginu."

Chilwell er nýlega byrjaður að spila fyrir enska landsliðið og virðist vera búinn að festa sig í sessi í byrjunarliðinu undir stjórn Gareth Southgate. Bakvörðurinn er samningsbundinn Leicester til 2024 og því þarf ansi hátt tilboð að berast til að félagið selji hann.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner