Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 17. mars 2019 12:50
Ívan Guðjón Baldursson
Sancho fær ekki að fara með á EM U21
Mynd: Getty Images
Hinn 18 ára gamli Jadon Sancho fær ekki að fara með U21 árs landsliði Englands á EM í sumar þrátt fyrir að vera gjaldgengur.

Sancho er metinn á um 100 milljónir punda þessa dagana enda hefur hann verið einn af bestu leikmönnum Borussia Dortmund á tímabilinu.

Gareth Southgate, A-landsliðsþjálfari Englendinga, efast um að Aidy Boothroyd þjálfari U21 liðsins leyfi Sancho að fara með á lokakeppnina því hann myndi taka sæti í hópnum af leikmanni sem tók þátt í undankeppninni.

„Það er mikið af góðum sóknarmönnum í þessu U21 liði svo ég efast um að Sancho muni fara. Þetta er mikilvægur liður í þeirra mótun sem knattspyrnumenn, það væri ósanngjarnt að taka sætið af einhverjum," sagði Southgate.

„Það eru aðrir leikmenn sem geta nýtt sér reynsluna betur. Sancho er að spila í Meistaradeildinni og í titilbaráttu í Þýskalandi, hann öðlast nóg af reynslu án þess að fara á EM næsta sumar."

Sancho myndi taka sæti af leikmanni á borð við James Maddison, Ademola Lookman, Ryan Sessegnon, Tammy Abraham, Callum Hudson-Odoi og Dominic Solanke sem hjálpuðu landsliðinu að komast í gegnum undankeppnina.

Sancho á þrjá A-landsleiki að baki og er í leikmannahópnum sem mætir Tékklandi og Svartfjallalandi í undankeppni EM í landsleikjahlénu. Hann mun eiga 19 ára afmæli þegar England heimsækir Svartfellinga 25. mars.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner