Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 17. mars 2019 19:01
Arnar Helgi Magnússon
Þýskaland: Bayern skoraði sex á Allianz Arena
Rodriguez fagnar einu marka sinna í dag
Rodriguez fagnar einu marka sinna í dag
Mynd: Getty Images
Liðsmenn Bayern Munchen eru greinilega búnir að hrista af sér úrslitin gegn Liverpool en liðið skoraði sex mörk gegn Mainz í þýsku úrvalsdeildinni í dag.

Það tók Bæjara ekki langan tíma að brjóta ísinn en Robert Lewandowski kom liðinu yfir eftir tæplega þriggja mínútna leik. Mörk frá James Rodriguez og Kingsley Coman fylgdu í kjölfarið og Bayern var 3-0 yfir í hálfleik.

James Rodriguez var ekki búinn að syngja sitt síðasta í leiknum en hann skoraði tvö fyrstu mörkin í síðari hálfleik. Staðan orðin 5-0 og James kominn með þrennu.

Alphonso Davies, ungur Kanada-maður, rak síðasta naglann í kistu Mainz á 70. mínútu þegar að hann skoraði, einungis tíu mínútum eftir að hann kom inná.

Bayern og Dortmund eru nú bæði með jafnmörg stig í fyrsta og öðru sætinu en Bæjarar eru með mun betri markatölu.

Eintracht Frankfurt vann síðan góðan heimasigur á Nurnberg en eina mark leiksins skoraði Martin Hinteregger á 31. mínútu. Frankfurt í fimmta sæti deildarinnar og er í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Bayern 6 - 0 Mainz
1-0 Robert Lewandowski ('3 )
2-0 James Rodriguez ('33 )
3-0 Kingsley Coman ('39 )
4-0 James Rodriguez ('51 )
5-0 James Rodriguez ('55 )
6-0 Alphonso Davies ('70 )

Eintracht Frankfurt 1 - 0 Nurnberg
1-0 Martin Hinteregger ('31 )
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leverkusen 26 22 4 0 66 18 +48 70
2 Bayern 26 19 3 4 78 31 +47 60
3 Stuttgart 26 18 2 6 60 31 +29 56
4 Dortmund 26 14 8 4 53 32 +21 50
5 RB Leipzig 26 15 4 7 60 32 +28 49
6 Eintracht Frankfurt 26 10 10 6 42 35 +7 40
7 Augsburg 26 9 8 9 43 42 +1 35
8 Hoffenheim 26 9 6 11 44 50 -6 33
9 Freiburg 26 9 6 11 36 48 -12 33
10 Werder 26 8 6 12 35 41 -6 30
11 Heidenheim 26 7 8 11 35 44 -9 29
12 Gladbach 26 6 10 10 46 50 -4 28
13 Union Berlin 26 8 4 14 25 42 -17 28
14 Wolfsburg 26 6 7 13 31 44 -13 25
15 Bochum 26 5 10 11 30 54 -24 25
16 Mainz 26 3 10 13 22 46 -24 19
17 Köln 26 3 9 14 20 47 -27 18
18 Darmstadt 26 2 7 17 26 65 -39 13
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner