Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 17. mars 2019 18:08
Arnar Helgi Magnússon
Þýskaland: Sandra María bjargaði stigi fyrir Leverkusen
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sandra María Jessen skoraði eina mark Bayer Leverkusen þegar liðið mætti Sand í þýsku úrvalsdeildinni í dag.

Sandra María byrjaði leikinn á varamannabekknum en kom síðan inná í síðari hálfleik.

Markalaust var eftir fyrir hálfleikinn en Sand komst yfir snemma í síðari hálfleik. Sandra María Jessen sá til þess að Bayer Leverkusen færi ekki tómhent úr leiknum en hún jafnaði metin á 84. mínútu.

Leverkusen situr í níunda sæti deildarinnar af tólf liðum þegar sextán leikir eru búnir. Næsti leikur Leverkusen er gegn Duisburg en það lið situr í fallsæti.

Sandra María gekk í raðir þýska liðsins í janúar en hún kom frá Þór/KA.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner