Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 17. mars 2020 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Maður ákærður fyrir rasisma á Manchester-slagnum
Mynd: Getty Images
Maður að nafni Anthony Burke hefur verið ákærður fyrir meinta kynþáttafordóma á leik Manchester City og Manchester United í desember á síðasta ári.

Lögreglan í Manchester sagði frá þessu í yfirlýsingu, en í henni kemur fram að Burke sé 41 árs gamall.

Strax eftir leikinn, sem Manchester United vann 2-1, sendi City frá sér tilkynningu út af myndbandi sem var í dreifingu á samfélagsmiðlum. Á myndbandinu virðist maður gera apahljóð í átt að leikmönnum United, en það eru merki um kynþáttafordóma.

„Félagið sýnir ekkert umburðarlyndi gagnvart mismunun af öllu tagi, og allir þeir sem gerast sekir um kynþáttafordóma verða settir í bann hjá félaginu til lífstíðar," sagði í tilkynningu Man City.

Burke mætir í dómsal þann 15. apríl næstkomandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner