Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 17. mars 2021 12:00
Magnús Már Einarsson
Meistaraspáin - Chelsea eða Atletico Madrid?
Mynd: Fótbolti.net
Klárar Chelsea dæmið í kvöld?
Klárar Chelsea dæmið í kvöld?
Mynd: Getty Images
16-liða úrsilt Meistaradeildarinnar halda áfram í kvöld og Meistaraspáin er á sínum stað. Sérfræðingar í ár eru Kristján Guðmundsson og Guðmundur Steinarsson.

Spáð er um úrslit allra leikja í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Fyrir hárréttar lokatölur fást 3 stig en 1 stig ef rétt tákn er á leiknum.



Guðmundur Steinarsson

Chelsea 3 - 2 Atletico Madrid (Samanlagt 3-2)
Mjög spennandi leikur. Chelsea hélt góðu formi í Evrópu áfram með öflugum sigri á útivelli. Sagði það síðast að Atlteico er búið að ströggla í Evrópukeppninni og þetta er þeirra síðasti séns að rífa sig í gang. Ætla að spá miklum drama leik.

Bayern Munchen 3 - 1 Lazio (Samanlagt 7-1)
Þjóðverjarnir með mögnuð úrslit úr fyrri leiknum, og í raun kláruðu einvígið. Finnst þetta of mikill munur til að Lazio eigi séns. En ef þeir ná að vera einu marki yfir í hálfleik þá gæti orðið einhver spenna.

Kristján Guðmundsson

Chelsea 1 - 0 Atletico Madrid (Samanlagt 2-0)
Bæði liðin spila sterkan varnarleik og Atletico er aldrei að fara að taka stórar áhættur til þess að vinna leikinn. Þeir munu leggja áherslu á að halda hreinu og næla í eitt mark á einhvern óskiljanlegan hátt en það mun ekki takast gegn góðu Chelsea liði sem vinnur leikinn með minnst einu marki.

Bayern Munchen 4 - 0 Lazio (Samanlagt 8-1)
Bayern virðast komnir í gang að nýju og eru með örugga forystu frá fyrri leiknum. Þeir gefa þó ekkert eftir í kvöld og með Muller í liðinu að nýju ganga þeir frá Lazio með að minnsta kosti þriggja marka sigri.

Fótbolti.net - Brynjar Ingi Erluson

Chelsea 1 - 2 Atletico Madrid (Samanlagt 2-2, Atletico áfram)
Þetta er viðureign sem er erfitt að lesa í. Það er aldrei hægt að afskrifa Diego Simeone og sýndi það sig bersýnilega gegn Liverpool á þessum sama tíma á síðasta ári. Chelsea hefur ekki fengið á sig mark í síðustu fimm leikjum en það breytist í kvöld. Samvinna Llorente, Suarez og Felix mun brjóta vörn Chelsea.

Bayern Munchen 3 - 0 Lazio (Samanlagt 7-1)
Þetta verður svipuð veisla og í fyrri leiknum. Þessi þriggja manna vörn Lazio er ekki að fara gera neitt gegn Evrópumeisturunum. Það er spurning hvort Hansi Flick hvíli einhverja byrjunarliðsmenn en ef allt helst nokkuð óbreytt þá mun Thomas Müller vera maðurinn á bakvið mörkin. Hann mun skora og leggja upp. 3-0 er nokkuð væg spá því þetta gæti alveg orðið töluvert meira basl fyrir Lazio.

Staðan í heildarkeppninni
Guðmundur Steinarsson - 5
Fótbolti.net - 4
Kristján Guðmundsson - 3
Athugasemdir
banner
banner
banner