Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 17. mars 2021 13:35
Magnús Már Einarsson
Guðlaugur Victor verður líklega á miðjunni
Icelandair
Guðlaugur Victor Pálsson
Guðlaugur Victor Pálsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við sjáum hann meira sem miðjumann, já," sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, á fréttamannafundi í dag aðspurður út í Guðlaug Victor Pálsson, leikmann Darmstadt.

Guðlagur Victor hefur í síðustu landsleikjum spilað sem hægri bakvörður en Arnar reiknar með að hann spili á miðjunni í næstu leikjum.

„Líklega. Hann hefur sýnt og sannað að hann getur spilað hægri bakvörð. Við viljum samt helst ekki vera að spila mönnum út úr stöðum," sagði Arnar.

Guðlaugur Victor hefur undanfarin ár spilað mest á miðjunni hjá Darmstadt en einnig sem miðvörður.

Hægri bakvörðurinn Alfons Sampsted en hann hefur staðið sig vel í hægri bakverði með U21 landsliði Íslands og Bodö/Glimt. Reynsluboltinn Birkir Már Sævarsson er einnig í hópnum en hann á 95 landsleiki að baki.

Smelltu hér til að sjá landsliðshópinn
Athugasemdir
banner
banner
banner