banner
   mið 17. mars 2021 12:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Joachim Löw sendir Alfreð Gísla stuðningsyfirlýsingu
Joachim Löw, landsliðsþjálfari Þýskalands.
Joachim Löw, landsliðsþjálfari Þýskalands.
Mynd: Getty Images
Joachim Löw, landsliðsþjálfari Þýskalands í fótbolta, hefur sent íslenska handboltaþjálfaranum Alfreð Gíslasyni stuðningsyfirlýsingu í kjölfarið á því að Alfreð fékk hótunarbréf.

Alfreð er landsliðsþjálfari Þýskalands í handbolta en hann hefur lengi þjálfað í Þýskalandi, þar á meðal hjá stórliði Kiel.

Hann birti í gær mynd á samfélagsmiðlinum Instagram af hótunarbréfi sem hann fékk sent.

Aðilinn sem sendi bréfið sagðist vilja hafa þýskan landsliðsþjálfara og ef Alfreð myndi ekki segja upp störfum, þá myndi hann fá heimsókn. „Við skulum sjá hvað verður um húsið þitt þá. Við bíðum," sagði meðal annars í bréfinu.

Löw stendur við bakið á Alfreð. „Þú ert stórkostlegur landsliðsþjálfari og við erum stolt af þér og liði þínu. Í Þýskalandi verðum við að standa fyrir samstöðu og vernd, ekki fyrir útilokun. Ég vona að sá sem sendi bréfið finnist."


Athugasemdir
banner
banner
banner