Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 17. mars 2021 07:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Mikill uppgangur í kvennaboltanum - Fjárhagslegur stuðningur frá karlaliðum
Fjárhagslegi stuðningurinn hefur mikið að segja
Fjárhagslegi stuðningurinn hefur mikið að segja
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Meistaradeildin
Meistaradeildin
Mynd: Getty Images
Rosengård varð sænskur meistari árið 2019
Rosengård varð sænskur meistari árið 2019
Mynd: Glódís Perla Viggósdóttir
Glódís Perla Viggósdóttir, leikmaður Rosengård, var til viðtals hér á Fótbolti.net í gær. Þar ræddi hún um Meistaradeildareinvígið gegn St. Pölten í 16-liða úrslitunum og svo komandi viðureign gegn Bayern Munchen.

Glódís um Meistaradeildina:
Héldu góðu tilfinningunni úr fyrri leiknum - „Gaman að fá að hitta Karólínu"

Glódís kom inn á fjárhagslegan stuðning frá karlaliðum, að Rosengård væri eina félagið í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar þetta árið sem ekki væri með slíkan stuðning.

Skiptir það máli að þið eigið útileikinn fyrst?

„Já, því útivallarmörkin gilda ef einvígið endar á jöfnu og það er yfirleitt talið betra að byrja úti. Þetta verða hörkuleikir fyrir okkur. Við erum eina liðið í 8-liða úrslitum sem er ekki með fjárhagslegan stuðning frá karlaliði sem er magnaður árangur af okkar hálfu finnst mér og sýnir hversu mikill uppgangur er í kvennaboltanum þegar öll þessi lið eru komin með fjárhagslegan stuðning frá karlaliðum og eru að stinga öll hin liðin af í Evrópu," sagði Glódís í gær. Ummælin vöktu athygli fréttaritara.

Hefur þetta mikið að segja fjárhagslega að vera með þennan stuðning frá karlaliðinu?

„Já, engin spurning. Maður sér það á þessum liðum og deildum sem eru að sækja í sig veðrið, t.d. enska deildin, maður sér hversu hratt þessi lið eru þróast og hvað þau ná hratt að komast á þann stað sem þau vilja vera á. Það er alveg augljóst hversu mikið þessi stuðningur gefur þegar við horfum á 8-liða úrslitin og svo fyrir fimm árum síðan.“

Við sjáum hvernig átta liða úrslitin líta út núna og svo samanborið við tímabilið 2015/16.

8-liða úrslitin í ár:
Bayern Munchen - Rosengård
Chelsea - Wolfsburg
Paris SG - Lyon
Barcelona - Manchester City

Tímabilið 2015/16
Lyon - Slavia Prag
Barcelona - Paris SG
Wolfsburg - Brescia
1. FFC Frankfurt - Rosengård

Vorið 2016 voru fjögur félög sem ekki eru mjög stór í karlaboltanum (skáletruð) í 8-liða úrslitunum. Í ár má tala um fimm risafélög í karlaboltanum, besta kvennalið Evrópu síðustu ár í Lyon, vel stætt félag Wolfsburg og svo Rosengård. Hlutfallið var því 4/8 (50%) af 'smærri félögum' og er í dag 1/8 (12,5%).

„Ég tel að lið sem hafa karlalið, góðan fjárhag og gott samstarf milli karla- og kvennaliða munu taka miklum framförum næstu árin og taka yfir eins og sést í ensku deildinni," voru orð Önnu Bjarkar Kristjánsdóttur í viðtali við Fótbolta.net fyrir rúmu ári síðan. En aftur að Glódísi.

Hvers vegna nær Rosengård að halda velli?

„Mjög stór partur af því er saga félagsins. Það hefur safnað mörgum stigum í gegnum tíðina í Meistaradeildinni sem gerir það að verkum að við sem lið höfum náð að vera 'seeded' [að vera hærra skrifað liðið (geta ekki mætt öðrum 'seeded' liðum)] þegar dregið er í 32-liða og 16-liða úrslitin. En það mun breytast mjög bráðlega þegar þessi stærri félög hafa tekið oftar þátt, þau eru að safna stigum hratt þessa stundina. Svo dæmi sé tekið þá var Chelsea 'unseeded' árið 2017 en ég gæti alveg séð þær fara í undanúrslit í ár."

Hvað finnst þér um þessa þróun, 100% jákvætt?

„Já, ég held þetta sé bara jákvætt, fjársterkir aðilar eru loksins að sjá tækifæri í kvennabolta og þora að setja pening í hann. Þessi þróun sýnir hversu hratt hlutirnir geta gerst þegar réttur stuðningur er til staðar. Þetta hefur þá þýðingu að kvennaboltinn mun lyftast á hærra plan, ég vona bara að “minni” deildirnar eins og sú sænska geti fylgt þróuninni," sagði Glódís.

Glódís um Meistaradeildina:
Héldu góðu tilfinningunni úr fyrri leiknum - „Gaman að fá að hitta Karólínu"
Athugasemdir
banner
banner
banner