Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 17. mars 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Penninn á lofti hjá PSG - Bernat framlengir
Juan Bernat verður hjá PSG til 2025
Juan Bernat verður hjá PSG til 2025
Mynd: Getty Images
Spænski vinstri bakvörðurinn Juan Bernat hefur framlengt samning sinn við franska félagið Paris Saint-Germain en hann gildir til ársins 2025.

Argentínski vængmaðurinn Angel Di Maria framlengdi við PSG á dögunum til ársins 2022 með möguleika á öðru ári og PSG hefur fylgt því á eftir með því að framlengja við annan lykilmann.

Bernat kom til PSG frá Bayern árið 2018 og hefur verið afar öflugur í vinstri bakvarðarstöðunni.

Hann hefur nú framlengt samning sinn til ársins 2025 en PSG er einnig í viðræðum við tvo aðra leikmenn.

Franska félagið vill ganga frá samningum við brasilíska framherjann Neymar á næstu vikum og þá er félagið einnig í viðræðum við Kylian Mbappe en franski leikmaðurinn ætlar sér þó ekki að skoða stöðuna fyrr en eftir tímabilið.
Athugasemdir
banner
banner
banner