Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 17. mars 2021 10:00
Magnús Már Einarsson
Rasmus framlengir við Val
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danski varnarmaðurinn Rasmus Christiansen hefur framlengt samning sinn við Val.

Hinn 31 árs gamli Rasmus hefur leikið með Val síðan árið 2017 en hann varð í fyrra Íslandsmeistari með liðinu.

Rasmus varð einnig Íslandsmeistari með Val árið 2018 en ári síðar lék hann á láni hjá Fjölni þegar hann var að koma til baka eftir erfið meiðsli. Hann hjálpaði Fjölni þá upp um deild.

„Það er fagnaðarefni að þessi mikli leiðtogi innan sem utan vallar hafi framlengt samning sinn við félagið sem hann gekk til liðs við fyrir tímabilið 2016," segir í tilkynningu frá Val.

Rasmus lék bæði með ÍBV og KR í efstu deild áður en hann gekk til liðs við Val.
Athugasemdir
banner
banner
banner