Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 17. apríl 2018 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland í dag - Tveir leikir spilaðir
Úr leik hjá Augnablik og Gróttu.
Úr leik hjá Augnablik og Gróttu.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Íslenskir fótboltaáhugamenn eru heldur betur orðnir spenntir enda er orðið mjög stutt í að Íslandsmótið hefjist.

Tvær vikur eru í að Pepsi-deild karla fari af stað en aðrar deildir fara að rúlla fjótlega eftir það.

Tveir leikir eru í Lengjubikar kvenna í dag, í C-deildinni.

Sameiginlegt lið Aftureldingar og Fram fær Álftanes í heimsókn í riðli Fyrir leikinn er Afturelding/Fram með fjögur stig úr þremur leikjum. Álftanes er með þrjú stig eftir tvo leiki. ÍA er á toppi riðilsins með fullt hús stiga eftir að hafa spilað þrjá leiki.

Í hinuum leik kvöldsins, sem er í riðli 2, mætast Augnablik og Grótta. Bæði lið eru með þrjú stig eftir þrjú leiki og þessi leikur í kvöld ætti því að vera hörkuleikur. Keflavík er búið að vinna þennan riðil.

þriðjudagur 17. apríl

Lengjubikar kvenna - C-deild riðill 1
18:30 Afturelding/Fram-Álftanes (Varmárvöllur)

Lengjubikar kvenna - C-deild riðill 2
20:10 Augnablik-Grótta (Fífan)
Athugasemdir
banner
banner
banner