Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
Pétur: Allt öðruvísi en gegn Víkingum
Fyrirliðinn ánægður með fyrsta sigurinn - „Þvílíkur bónus að koma marki inn í lokin"
   þri 17. apríl 2018 11:00
Magnús Már Einarsson
Viðtal
Stóri Sam: Hefði óskað að stýra Guðna þegar hann var yngri
Sam Allardyce.
Sam Allardyce.
Mynd: Getty Images
Guðni fagnar marki í leik með Bolton.
Guðni fagnar marki í leik með Bolton.
Mynd: Getty Images
Sam Allardyce, stjóri Everton, stýrði Bolton Wanderers við góðan orðstír frá 1999 til 2007. Hann kom liðinu upp í ensku úrvalsdeildinni vorið 2007 og síðar fór það alla leið í Evrópukeppni undir hans stjórn.

Á tíma sínum hjá Bolton léku bæði Eiður Smári Guðjohnsen og Guðni Bergsson undir stjórn Allardyce. Hann stýrði Eiði í tæplega heilt tímabil.

„Eiður var gríðarlega hæfileikaríkur á þessum tíma. Ég kom í október 1999 og Eiður kom okkur næstum upp. Við töpuðum í umspili og það var mjög sorglegt þegar við þurftum að selja hann til Chelsea. Það sýndi hæfileika hans. Hann fór síðan til Barcelona og það sýnir hversu stórkostlegur leikmaður Eiður var," sagði Sam í viðtali við Fótbolta.net á dögunum.

Guðni var fyrirliði Bolton en hann lék með liðinu frá 1995 til 2003. Hann náði því tæplega fjórum tímabilum undir stjórn Sam og þar á meðal tveimur tímabilum í ensku úrvalsdeildinni.

„Við vorum með Guðna í lok ferilsins en ég hefði óskað þess að hafa hann þegar hann var 27-28 ára en ekki 32 ára eins og hann var þegar ég kom til Bolton," sagði Sam um Guðna.

„Ég náði að sannfæra hann um að taka eitt ár í viðbót áður en hann hætti og fór aftur heim til Íslands. Hann var frábær þegar við fórum upp og á fyrsta ári í ensku úrvalsdeildinni. Hann var líka mikilvægur leikmaður á öðru tímabili í ensku úrvalsdeildinni."

Hér að ofan má sjá viðtalið við Sam um Guðna og Eið.

Sjá einnig:
Sam Allardyce: Landsliðið frábærlega skipulagt hjá Heimi
Sam Allardyce í einkaviðtali um Gylfa
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner