Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 17. apríl 2019 18:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Danmörk: Jón Dagur spilaði seinni hálfleikinn í jafntefli
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Jón Dagur Þorsteinsson lék seinni hálfleikinn fyrir Vendsyssel þegar liðið gerði jafntefli gegn Álaborg í dönsku úrvalsdeildinni á þessum góða miðvikudegi.

Jón Dagur byrjaði á bekknum en var skipt inn á áður en flautað var til leiks í seinni hálfleik.

Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli. Álaborg komst yfir á tíundu mínútu áður en Vendsyssel jafnaði á 29. mínútu. Mark Vendsyssel var sjálfsmark hjá leikmanni Álaborg.

Úrslitakeppnin er hafin í dönsku úrvalsdeildinni. Neðstu átta liðunum er skipt niður í tvo riðla. Þau lið sem enda í efstu tveimur sætunum í riðlunum fá tækifæri til að leika um sæti í Evrópukeppni, neðstu tvö liðin þurfa að spila leiki um laust sæti í dönsku úrvalsdeildinni.

Ljóst er að Vendsyssel mun spila leiki upp á líf sitt í deildinni. Liðið er í þriðja sæti í sínum riðli, tíu stigum á eftir liðinu í öðru sæti - Álaborg, þegar liðið á tvo leiki eftir.

Hinn tvítugi Jón Dagur er í láni hjá Vendsyssel frá Fulham á Englandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner