Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 17. apríl 2019 23:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Drake-bölvunin" - Urðu leikmenn Man City fyrir henni?
Drake.
Drake.
Mynd: Getty Images
Er „Drake-bölvunin" eitthvað sem er í raun og veru til?

Menn spyrja sig að því eftir að Manchester City féll úr leik í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld.

Eftir leikinn í kvöld fóru í dreifingu myndir á samfélagsmiðlum af kanadíska rapparanum Drake með nokkrum af leikmönnum Manchester City.

Drake þykir boða ógæfu hjá íþróttafólki. Hérna má lesa ítarlega grein BBC um „Drake-bölvunina" svokölluðu.

Sumir taka þessa bölvun af meiri alvöru en aðrir. Ef marka má tíst frá ítalska félaginu Roma hefur það bannað leikmönnum sínum að taka myndir með Drake þangað til tímabilinu lýkur. Roma vill forðast bölvunina í Meistaradeildarbaráttu sinni.






Athugasemdir
banner
banner
banner
banner