Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 17. apríl 2019 21:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eriksen: Hlýt að vera einn heppnasti gæi í heimi
Mynd: Getty Images
Christian Eriksen var vægast sagt hress þegar hann ræddi við BT Sport eftir að Tottenham komst áfram í undanúrslit Meistaradeildarinnar í kvöld.

Tottenham tapaði 4-3 gegn Manchester City en komst áfram á útivallarmörkum.

Í uppbótartímanum skoraði Raheem Sterling fyrir City en markið var dæmt af vegna rangstöðu.

Christian Eriksen átti klaufalega sendingu sem fór af Bernardo Silva, leikmanni City, og til Sergio Aguero. Argentínumaðurinn átti sendinguna á Sterling sem skoraði. En sem betur fer fyrir Eriksen þá var Aguero rangstæður þegar boltinn fór af Bernardo Silva.

„Ég hlýt að vera einn heppnasti gæi í heimi. Ég hélt að þetta væri búið. Þetta var skemmtilegur leikur. Algjör rússíbanareið," sagði Eriksen.

Eriksen fer á sinn gamla heimavöll í undanúrslitunum. Tottenham mætir Ajax.
Athugasemdir
banner
banner
banner