Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   mið 17. apríl 2019 23:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ferdinand segir að mark Llorente hefði ekki átt að standa
Llorente fagnar marki sínu.
Llorente fagnar marki sínu.
Mynd: Getty Images
Rio Ferdinand.
Rio Ferdinand.
Mynd: Getty Images
Rio Ferdinand, fyrrum leikmaður Manchester United, telur að mark Fernando Llorente, sóknarmanns Tottenham, gegn Manchester City í kvöld hafi ekki átt að standa.

Markið kom Tottenham í undanúrslit Meistaradeildarinnar.

Leikurinn endaði 4-3. Llorente minnkaði muninn í 4-3 fyrir Tottenham og var það nóg til þess að koma Spurs áfram. Tottenham vinnur á útivallarmörkum.

City skoraði undir lokin og virtist vera að tryggja sér farseðilinn í undanúrslitunum. En markið var dæmt af vegna rangstöðu.

Cuneyt Cakir, dómari leiksins, skoðaði mark Llorente á myndbandi en komst að þeirri niðurstöðu að það væri löglegt. Það var spurning um það hvort Llorente hefði fengið hann í höndina.

„Þetta fer af höndinni hans," sagði Ferdinand sem var að vinna sem sérfræðingur á BT Sport.

„Húðin á höndinni hans hreyfist. Boltinn fór í höndina hans. Það er undir dómaranum komið hvort hann dæmi hendi eða ekki."

„Mér finnst þetta vera hendi," sagði Ferdinand.

Reynsluboltanum Glenn Hoddle, fannst það rétt ákvörðun hjá dómaranum að leyfa markinu að standa. Þess ber að geta að Hoddle er fyrrum stjóri og leikmaður Tottenham.

„Ef þetta fer í höndina hans þá fer boltinn ekki inn af svona miklum krafti. Þetta fór af mjöðminni hans," sagði Hoddle.

Mörkin úr leiknum má sjá hérna.



Athugasemdir
banner