Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 17. apríl 2019 21:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guardiola: Þetta er vont
Guardiola niðurbrotinn.
Guardiola niðurbrotinn.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, fagnaði vel og innilega þegar Manchester City skoraði í uppbótartíma gegn Tottenham í Meistaradeildinni í kvöld.

City virtist vera að tryggja sig í undanúrslitin í fyrsta sinn undir stjórn Guardiola. En því miður fyrir City þá var mark Raheem Sterling dæmt af vegna rangstöðu.

Markið var ekki dæmt af fyrr en City var búið að fagna markinu.

„Þetta er vont, en svona er þetta og við verðum bara að samþykkja það," sagði Guardiola eftir leikinn.

„Eftir 20 mínútur voru við 3-2 yfir. Í seinni hálfleiknum sköpuðum við mikið og skoruðum mörkin sem við þurftum. Því miður var endirinn slæmur fyrir okkur."

„Til hamingju Tottenham. Gangi ykkur vel í undanúrslitunum."

Um markið sem dæmt var af Sterling sagði Guardiola:

„Fólkið að ofan ákvað að þetta var rangstæða. Við klúðruðum vítaspyrnu í fyrri leiknum. Ég er svo stoltur af leikmönnunum og stuðningsmönnunum. Ég hef aldrei heyrt svona læti síðan ég kom til Manchester. Fótbolti er óútreiknanlegur."
Athugasemdir
banner
banner
banner