Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   mið 17. apríl 2019 21:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gulli Gull: Eins og hjartað hefði verið rifið úr manni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Breiðabliks, var svekktur að horfa upp á Tottenham komast áfram í undanúrslit Meistaradeildarinnar í kvöld.

Tottenham komst áfram eftir mikla dramatík gegn Manchester City. Tottenham fer áfram á útivallarmörkum en leikurinn í kvöld endaði 4-3. Tottenham vann fyrri leikinn 1-0.

Raheem Sterling skoraði í uppbótartíma og virtist vera að tryggja City áfram í undanúrslitin, en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Markið var dæmt af með VAR.

Gunnleifur er stuðningsmaður Manchester City. Hann var sérfræðingur í Meistaradeildarmörkunum í kvöld.

„Það var bara eins og hjartað hefði verið rifið úr manni," sagði Gunnleifur um það þegar Sterling skoraði.
Athugasemdir
banner
banner
banner