mið 17. apríl 2019 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gylfi segir Yaya og Hazard erfiða - Maradona draumaliðsfélagi
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson, besti fótboltamaður þjóðarinnar, svaraði spurningum hjá tímaritinu Kick Off.

Gylfi upplýsti lesendur tímaritsins um erfiðasta andstæðinginn, uppáhaldsleikvanginn, stærsta afrekið og fleira.

Að neðan má sjá spurningarnar og svörin frá Gylfa.

Hver er erfiðasti andstæðingurinn?
„Eden Hazard. Hann er eldsnöggur og því er mjög erfitt að spila gegn honum. Yaya Toure var annar mjög erfiður andstæðingur af öðrum ástæðum. Hann var hávaxinn og sterkur. Þú gast ekki komist nálægt honum vegna þess að hann notaði líkamann svo vel."

Uppáhaldsvöllurinn?
„Goodison Park er ofarlega þegar stuðningsmennirnir láta vel í sér heyra. Annars myndi ég segja San Síró í Mílanó, Stade de France á EM 2016, og Old Trafford út af stærðinni."

Stærsta afrekið?
„Að komast á HM 2018 í Rússlandi eftir Evrópumótið sem við áttum 2016. Utan fótboltans er það að vera með þrjá í forgjöf í golfi.

Ef þú gætir spilað með einum leikmanni í sögunni, hver væri það?
„Diego Maradona. Gæði hans á boltanum voru ótrúleg og vinstri fóturinn hans einnig. Hann var sérstakur leikmaður og það hefði verið frábært að spila með honum. Við hefðum getað spilað vel saman - það hefðu allir geta spilað vel með honum, hann var það góður."
Athugasemdir
banner
banner
banner