Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 17. apríl 2019 21:53
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Klopp hlakkar til að mæta Barcelona
Jurgen Klopp.
Jurgen Klopp.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp stýrði Liverpool áfram í undanúrslit Meistaradeildarinnar í kvöld, Liverpool sigraði Porto 1-4 í kvöld og þar með samanlagt 1-6.

„Við spiluðum betur gegn Porto núna en í fyrra, við vissum að það yrði erfitt að koma hingað og það reyndist rétt. Porto gaf aðeins eftir í seinni hálfleik og eftir það stjórnuðum við leiknum og skoruðum þessi mörk," sagði Klopp.

„Við búum yfir meiri reynslu en þeir, það er alveg klárt eftir erfiða útileiki í Meistaradeildinni gegn City og Roma í fyrra. En þetta endaði vel í kvöld og við erum komnir í undanúrslit."

„Þetta er í fyrsta sinn sem ég mæti Barcelona þar að segja ef æfingaleikir eru ekki taldir með. Ég hlakka til," sagði Klopp að lokum.

Eins og fyrr segir mætir Liverpool, Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildarinnar, í hinum undanúrslitaleiknum mætast Ajax og Tottenham. Fyrri leikirnir fara fram 30. apríl og 1. maí og seinni leikirnir viku síðar.
Athugasemdir
banner
banner