Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 17. apríl 2019 14:21
Elvar Geir Magnússon
Kynþáttaníð í garð Ashley Young á Twitter
Ashley Young.
Ashley Young.
Mynd: Getty Images
Manchester United segir að félagið muni bregðast eins harkalega við og möguleiki er eftir að varnarmaðurinn Ashley Young varð fyrir kynþáttaníð á Twitter.

Young varð fyrir kynþáttaníð eftir að United tapaði 3-0 í seinni leik sínum gegn Barcelona í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 4-0 urðu samanlögð úrslit.

United segir að félagið fordæmi algjörlega þau rasísku ummæli sem birtust á Twitter. Verið er að finna út þá einstaklinga sem sekir eru.

Kick it Out samtökin hafa biðlað til Twitter að bregðast af meiri krafti við þeim fordómum sem eru á samfélagsmiðlinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner