mið 17. apríl 2019 23:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Manchester United upp í úrvalsdeild
Úrvalsdeildarsætinu fagnað.
Úrvalsdeildarsætinu fagnað.
Mynd: Getty Images
Kvennalið Manchester United er komið upp í ensku úrvalsdeildina eftir öruggan 5-0 sigur á Aston Villa í kvöld.

Millie Turner, Alex Greenwood, Jessica Sigsworth, Ella Toone og Charlie Devlin sáu um markaskorun fyrir United í kvöld.

United á þrjá leiki eftir en er búið að tryggja sig upp. Liðið þarf aðeins einn sigur í viðbót til þess að vinna deildina.

Þetta er frábær árangur hjá kvennaliði Manchester United sem var endurvakið fyrr á þessu ári. Liðið var sett í ensku B-deildina en stoppar ekki lengi þar og fer beint upp.

Á næsta tímabili mun United berjast við Arsenal, Manchester City, Chelsea, Liverpool og fleiri lið.

Rakel Hönnudóttir leikur með Reading í ensku úrvalsdeildinni. Hún átti frábæra stoðsendingu í kvöld.


Athugasemdir
banner
banner