banner
   mið 17. apríl 2019 17:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin - Byrjunarlið: Fernandinho og Firmino á bekknum
Firmino byrjar á bekknum.
Firmino byrjar á bekknum.
Mynd: Getty Images
Fernandinho er ekki nægilega heill heilsu til að byrja gegn Tottenham.
Fernandinho er ekki nægilega heill heilsu til að byrja gegn Tottenham.
Mynd: Getty Images
Dele Alli er klár í slaginn.
Dele Alli er klár í slaginn.
Mynd: Getty Images
Í gær komust Ajax og Barcelona áfram í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Núna á eftir kemur í ljós hverjir mótherjar þessara liða verða.

Liverpool er í góðum málum fyrir seinni leik sinn gegn Porto. Eftir flotta frammistöðu á Anfield er Liverpool með 2-0 forskot fyrir leikinn í Portúgal í kvöld.

Liverpool er ekki mikið að hvíla þrátt fyrir fínt forskot. Roberto Firmino er á bekknum og Divock Origi byrjar. Naby Keita og Jordan Henderson fara einnig á bekkinn og byrja Wijnaldum og Milner.

Pepe snýr aftur í byrjunarlið Porto eftir að hafa verið í leikbanni í fyrri leiknum.

Sigurvegarinn úr þessu einvígi mætir Barcelona í undanúrslitunum.

Byrjunarlið Porto: Casillas, Militao, Felipe, Pepe, Alex Telles, Corona, Danilo, Herrera, Brahimi, Otavio, Marega.
(Varamenn: Vana, Pereira, Bruno Costa, Oliver, Andre Pereira, Soares, Fernando)

Byrjunarlið Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Matip, Van Dijk, Robertson, Fabinho, Wijnaldum, Milner, Mane, Salah, Origi.
(Varamenn: Mignolet, Keita, Firmino, Gomez, Henderson, Sturridge, Shaqiri)


Fernandinho á bekknum
Hin viðureign kvöldsins er talin aðeins meira spennandi, svona fyrirfram. Þar mætast Manchester City og Tottenham. Spurs fer inn í leik kvöldsins með 1-0 forskot eftir flottan sigur í fyrri leiknum.

Fernandinho er á bekknum hjá City, hann hefur verið að glíma við meiðsli. John Stones og Nicolas Otamendi byrja einnig þennan leik á bekknum. Miðverðir hjá City í dag eru Vincent Kompany og Aymeric Laporte.

Dele Alli er klár í slaginn hjá Tottenham en hann var tæpur fyrir leikinn. Harry Kane er frá þar sem hann meiddist í fyrri leiknum. Ólíklegt er að Kane spili meira á þessu tímabili.

SIgurvegarinn úr þessu einvígi mætir Ajax í undanúrslitunum.

Byrjunarlið Man City: Ederson, Walker, Kompany, Laporte, Mendy, Gundogan, Silva, De Bruyne, Bernardo, Sterling, Aguero.
(Varamenn: Muric, Stones, Sane, Fernandinho, Mahrez, Otamendi, Jesus)

Byrjunarlið Tottenham: Lloris, Trippier, Alderweireld, Vertonghen, Rose, Wanyama, Sissoko, Alli, Eriksen, Moura, Son.
(Varamenn: Gazzaniga, Sanchez, Lamela, Llorente, Foyth, Davies, Skipp)
Athugasemdir
banner
banner