Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 17. apríl 2019 20:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin: Fernan úr sögunni hjá City - Llorente hetjan
Ótrúleg, ótrúleg dramtík!
Llorente skoraði sigurmarkið.
Llorente skoraði sigurmarkið.
Mynd: Getty Images
VAR kom heldur betur við sögu.
VAR kom heldur betur við sögu.
Mynd: Getty Images
Sterling hélt að hann hefði tryggt City áfram
Sterling hélt að hann hefði tryggt City áfram
Mynd: Getty Images
Firmino kom inn af bekknum og skoraði þegar Liverpool fór þægilega áfram.
Firmino kom inn af bekknum og skoraði þegar Liverpool fór þægilega áfram.
Mynd: Getty Images
Liverpool mætir Barcelona.
Liverpool mætir Barcelona.
Mynd: Getty Images
Liðin í undanúrslitum Meistaradeildarinnar þetta árið verða Ajax, Barcelona, Liverpool og Tottenham. Fernan er úr sögunni hjá Manchester City.

Undanúrslitin:
Ajax - Tottenham
Barcelona - Liverpool

Leikur Manchester City og Tottenham á Etihad-vellinum í Manchester í kvöld var einn sá skemmtilegasti á tímabilinu.

Fyrri hálfleikurinn var ótrúlegur. City komst yfir á fjórðu mínútu þegar Raheem Sterling skoraði með flottu skoti. Einvígið þar með orðið jafnt, 1-1. Tottenham vann fyrri leikinn 1-0.

En þetta var ekki búið þarna. Son Heung-min jafnaði á sjöundu mínútu og á 10. mínútu var Son aftur á ferðinni. Tottenham komið yfir og City þurfti þrjú mörk í þeirri stöðu.

City gafst ekki upp og á 21. mínútu var staðan orðin 3-2. Bernardo Silva jafnaði og Sterling kom City yfir með sínu öðru marki. Ótrúlegar mínútur.

Þess má geta að það var sett Meistaradeildarmet í þessum leik. Fjögur mörk á fyrstu 11 mínútunum í kvöld eru fljótustu fjögur mörkin sem hafa verið skoruð í einum leik í Meistaradeildinni. Veisla!

Seinni hálfleikurinn var ekki eins skemmtilegur, en skemmtilegur var hann. Sergio Aguero kom City í 4-2 á 59. mínútu eftir stoðsendingu Kevin de Bruyne. De Bruyne var frábær í kvöld og átti þrjár stoðsendingar.

En Tottenham var ekki búið að segja sitt síðasta. Á 73. mínútu skoraði Fernando Llorente eftir hornspyrnu. Varamaðurinn Llorente óvænt hetja Tottenham. Dómarinn skoðaði markið til þess að gá að því hvort Llorente hefði skorað með hendinni, en svo var ekki.

Lokamínúturnar í þessum leik munu örugglega fara í sögubækurnar. Raheem Sterling skoraði í uppbótartímanum og allt ætlaði um koll að keyra í Manchester. Leikmenn og starfsólk Manchester City ærðist úr fögnuði en þá kom VAR til sögunnar. Markið var dæmt af vegna ragnstöðu. Ótrúlegt!

Tottenham er komið áfram á útivallarmörkum. Þvílík og önnur eins dramatík!

Þetta er þriðja árið í röð sem Manchester City fer ekki lengra en í 8-liða úrslit Meistardeildarinnar. Tottenham fer í undanúrslitin!


Mane, Salah og Firmino
Leikur Porto og Liverpool í Portúgal var aðeins rólegri og minna um dramatík þar.

Liverpool vann fyrri leikinn 2-0. Liverpool byrjaði brösulega í kvöld og var Porto með yfirburði til að byrja með. En fyrsta markið í leiknum skoraði Sadio Mane, eftir fyrstu sókn Liverpool.

Allt sóknartríó Liverpool, Mane, Salah og Firmino var á skotskónum í kvöld. Salah kom Liverpool í 2-0 áður en varnarmaðurinn Eder Militao minnkaði muninn. Þá skoraði varamaðurinn Firmino, 3-1, áður en varnarmaðurinn Virgil van Dijk batt lokahnútinn.

Þægilegt fyrir Liverpool sem mætir Barcelona í undanúrslitum. Tottenham spilar við Ajax frá Hollandi.

Porto 1 - 4 Liverpool (1-6)
0-1 Sadio Mane ('26 )
0-2 Mohamed Salah ('65 )
1-2 Eder Militao ('69 )
1-3 Roberto Firmino ('77 )
1-4 Virgil van Dijk ('84 )

Manchester City 4 - 3 Tottenham (4-4)
1-0 Raheem Sterling ('4 )
1-1 Son Heung-Min ('7 )
1-2 Son Heung-Min ('10 )
2-2 Bernardo Silva ('11 )
3-2 Raheem Sterling ('21 )
4-2 Sergio Aguero ('59 )
4-3 Fernando Llorente ('73 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner