banner
   mið 17. apríl 2019 21:03
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Mjólkurbikarinn: Fram og Fjölnir áfram eftir stórsigra
Albert Brynjar Ingason í leik með Fylki, hann skoraði tvö mörk fyrir Fjölni í kvöld.
Albert Brynjar Ingason í leik með Fylki, hann skoraði tvö mörk fyrir Fjölni í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Fram sigraði Ými 6-0.
Fram sigraði Ými 6-0.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveimur leikjum er nú ný lokið í 2. umferð Mjólkurbikarins, í leikjunum tveimur voru skoruð ellefu mörk.

Inkasso-deildarliðin Leiknir R. og Fjölnir mættust á Leiknisvelli, eftir markalausan fyrri hálfleik var mikið fjör í seinni hálfleik. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson kom heimamönnum yfir en eftir það komu fjögur mörk frá Fjölni.

Þeir Hans Viktor Guðmundsson, Guðmundur Karl Guðmundsson og Albert Brynjar Ingason skoruðu mörk Fjölnis en Albert skoraði tvö mörk.

Leikurinn var í beinni textalýsingu á Fótbolta.net

Fram sem leikur í Inkasso-deildinni mætti Ými í kvöld, þeir leika í 4. deild. Fram sigraði þar örugglega 6-0 þar sem Fred Saraiva skoraði tvö mörk og Helgi Guðjónsson einnig.

Magnús Þórðarson skoraði fimmta markið og Hilmar Freyr Bjartþórsson sjötta markið og Fram er því komið áfram í 32-liða úrslit Mjólkurbikarsins.

Dregið verður í 32-liða úrslit Mjólkurbikarins þriðjudaginn 23. apríl næstkomandi.

Leiknir R. 1 - 4 Fjölnir
1-0 Gyrðir Hrafn Guðbrandsson ('57 )
1-1 Hans Viktor Guðmundsson ('61 )
1-2 Albert Brynjar Ingason ('65 )
1-3 Albert Brynjar Ingason ('70 , víti)
1-4 Guðmundur Karl Guðmundsson ('81 )
Rautt spjald: Vuk Oskar Dimitrijevic - Leiknir R. ('89))

Fram 6 - 0 Ýmir
1-0 Fred Saraiva ('21)
2-0 Helgi Guðjónsson ('39)
3-0 Helgi Guðjónsson, víti ('66)
4-0 Fred Saraiva ('70)
5-0 Magnús Þórðarson ('80)
6-0 Hilmar Freyr Bjartþórsson ('88)
Rautt spjald: Ómar Ingi Guðmundsson - Ýmir ('69)

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner